Hvað viltu láta gera? Leggja göngu og hjólastíg í stað gömlu þrýstivatnspípunnar í Elliðaárdal til að aðskilja umferð bíla, hjólandi og gangandi. Þetta myndi gera svæðið skemmtilegra og öruggara. Hvers vegna viltu láta gera það? Gamla rafstöðin í Elliðarárdalnum er ekki lengur notuð til rafmagnsframleiðslu. Jafnvel þó svo færi að hún yrði endurræst þá þarf að endurnýja vatnspípuna og þá mætti grafa hana niður.. Þetta gefur tækifæri til að leggja göngu og hjólastíg í stæði pípunnar. Við þetta eru margir kostir. Í dag eru á einni götu bílar, hjól og fólk, sem skapar hættu og veldur töfum. Það væri góður bragur á því að aðskilja bílaumferð og umferð hjólandi og gangandi. Þetta myndi gera svæðið skemmtilegra og auka öryggi. Ekki er lengur hagkvæmt að nýta Elliðaárstöðina til rafmagnsframleiðslu. Henni er viðahldið sem safni. Þrýstivatnspípan er ónýt og endurnýjun myndi kosta mörghundruð milljónir. Fyrr eða síðar hrynur hún saman. Ef svo ólíklega fer að vilji verður til að endurræsa stöðina myndi verða lögð ný vatnspípa. Hana mætti grafa niður með nútíma verkfærum sem ekki voru til árið 1921 þegar stöðin var tekin í notkun.
Vatnspípan á eftir að skapa hættu þegar hún byrjar að fúna þannig að hana þarf klárlega á taka í burtu og þá er kjörið að leggja þarna stíg sem eykur öryggi gangandi vegfarenda og er ruddur eins og aðrir stígar í dalnum á veturna. Rafstöðvarvegurinn er ekki inni í því dæmi.
Flestir sem fara um dalinn gangandi eða hjólandi nota bílveginn. Það skapar hættu. Nú er kjörtið tækifæri til að bæta hér úr því þrýstivatnspípan er aflögð. Hana má jafna við jörðu og leggja í stæði hennar hjóla- og göngustíg.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation